Mótmælendur.......Takk!!!

Ég mætti í vinnuna kl 11 í morgun fyrir framan alþingishúsið.  Var reyndar bara til kl 14, en þeir 30-40 mótmælendur sem voru þarna fyrstu 2 tímana eiga heiður skilið fyrir að halda loganum í byltingunni áfram. Þetta var allt friðsælt og þannig á það helst að vera. Okkur var fært kakó og kaffi, og lögreglu voru boðin blóm. 

Ég hef samt séð lögreglu í ham þegar við vorum 30 manns einn morgunin, þá voru þeir borubrattir sumir lögregluþjónarinir.  Ég var löngu búinn að ákveða að ég skildi standa grafkyrr og veita enga mótstöðu ef ég yrði beðin um að færa mig, en ég var ekkert "beðin" um að færa mig heldur var ráðist að mér fleygt í burtu. Og nokkrum öðrum mótmælendum sem stóðu kyrrir við hliðina á mér var skellt í gangstéttina. Það er ekki hægt að skella skuldinni alltaf á mótmælendur ef uppþot verða, lögregla getur líka ögrað og misst tökin. 

Ég er ávalt á móti ofbeldi, en held bara að t.d. hrokinn sem ríkisstjórnin sýnir fólki, ýti undir að fólk missir sig.

höldum áfram að mótmæla friðsamlega!!!!


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr!

mbl (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:03

2 identicon

Það er varasamt að dæma alla lögreglumenn sem fara fram úr sér. Mörgum lögreglumönnum finnst þetta erfitt og ég tala nú ekki um þegar fólk setur myndir ásamt heimilisföngum þeirra á vefinn. Þeir eru að vinna sína vinnu og þeir mótmælendur sem beita ofbeldi eyðileggja fyrir fólki sem veit hverju það er að mótmæla, og þeir sem beita ofbeldi eru svo vitlausir að ég efa að þeir vitu um hverju sé verið að mótmæla. Þetta eru ábyggilega góðkunningjar lögreglunnar

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dorje

Höfundur

Dorje
Dorje
Höfundur hefur ennþá skoðanir á mörgu sem skiptir engu máli
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband